• Sara-Lif

Gaf leikföng til Rauða krossins

18. apríl 2017

Hún Sara Líf Sigurðardóttir er 9 ára og býr í Borgarnesi.

Hún var að flytja nýlega og þurfti að fara í gegnum dótið sitt og föt.  Hún  ákvað að nota tækifærið og gefa leikföng og fatnað til Rauða krossins, en lagði áherslu á að þetta færi til flóttabarna. Guðrún Vala Elísdóttir fyrir hönd stjórnar Borgarfjarðardeildar veitti þessu viðtöku og fór með til Reykjavíkur þar sem þessu verður komið í góðar hendur.

Sara Líf hefur áður gefið til Rauða Krossins en hún seldi blóm og steina á síðasta ári ásamt frænda sínum og frænku og gaf andvirðið.