Gekk í hús og safnaði pening

4. október 2017

Eva Steinsen gekk í hús á Kársnesinu og safnaði pening fyrir fátæk börn í Afríku eins og hún sagði sjálf, alls 4.521 kr.  Hún færði Rauða krossinum á Íslandi peninginn.  Við þökkum henni kærlega fyrir þetta frábæra framtak en undanfarin ár hafa fjárframlög frá tombólubörnum verið nýtt m.a. til að byggja upp svefnaðstöðu fyrir munaðarlaus börn í Sómalíu.