Gengu í hvert einasta hús í Stykkishólmi

12. ágúst 2019

Vinirnir Ragnheiður Emma Einarsdóttir, Þorvarður Daníel Einarsson, Íris Anna Sigfúsdóttir, Magnús Ingi Sigfússon, Aron Elvar Stefánsson og Kristín Edda Stefánsdóttir söfnuðu servíettum í nokkrum götum og föndruðu því næst skálar sem þau seldu svo með því að ganga í hvert einasta hús í Stykkishólmi. 

Þau seldu fyrir 26.264 kr. sem þau færðu Rauða krossinum í Stykkishólmi. 

Rauði krossinn á Íslandi þakkar þessum duglegu krökkum fyrir þetta frábæra framtak til mannúðarmála.