• Tibet1

Góðar gjafir frá Grindavík til Tíbet

Puh fékk fatapakka til að styðja við fátæk börn

1. desember 2016

Á dögunum leitaðu ungur maður til Rauða krossins í Grindavík og óskaði eftir stuðningi frá deildinni í formi fatapakka. Unga manninn, sem heitir Puh og er frá Tíbet, langaði til að styðja við fátæk börn í sinni gömlu heimabyggð í Tíbet í samstarfi við deildina í Grindavík, þar sem hann býr nú

Stjórn deildarinnar tók erindi Puh vel og brugðust sjálfboðaliðar skjótt við og útbjuggu 20 fatapakka með þarfir barna í Tíbet í huga. Puh er á leiðinni í heimsókn til Tíbet þar sem hann ætlar að verja jólunum með fjölskyldu sinni og afhenda um leið fátækum börnum fatapakkana frá Íslandi, sem munu vafalaust koma sér vel í vetrarkuldanum þar í landi.

Ágústa H. Gísladóttir, formaður Rauða krossins í Grindavík, afhenti Puh pakkana ásamt sjálfboðaliðum deildarinnar. 

Tibet2