• 12
  • 9

Heilsugæsla á hjólum í Sómalíu

12. desember 2017

Rauði krossinn á Íslandi hefur stutt við „heilsugæslu á hjólum” í Sómalíu frá árinu 2012. Undanfarið ár hefur verið erfitt þar í landi þar sem landið rambar á barmi hungursneyðar. Áætlað er að um 6.2 milljónir manns þurfi á mannúðaraðstoð að halda. Um 388.000 börn undir fimm ára eru vannærð og talan fer hækkandi.

Takmarkaður aðgangur er að grunnþjónustu og yfirvöld þurfa að forgangsraða heilbrigðiskerfinu á strjálbýlum svæðum. Stjórnvöld treysta því á Rauða hálfmánann og önnur hjálparsamtök að bregðast við þörfum á þessum erfiðu svæðum. Samkvæmt Alþjóðheilbrigðismálastofnuninni (WHO) eru um 5.5 milljónir sem ekki hafa aðgang að grunnheilbrigðisþjónustu.

Rauði hálfmáninn hefur verið lykilþáttur í að veita heilbrigðisþjónustu í Sómalílandi og verið í forystu hvað varðar viðbrögð við neyðarástandi í heilbrigðismálum, útfært nýjar lausnir í samfélagslegum heilsuvanda auk færanlegrar heilsugæslu til að bregðast við þörfinni á strjálbýlum svæðum. Rauði hálfmáninn styður og rekur 33 heilsugæslustöðvar og 33 heilsugæslustöðvar á hjólum. Síðan ársbyrjun 2017 hefur Rauði hálfmáninn veitt um 350.000 manns heilbrigðisþjónustu með stuðningi frá Alþjóðasambandinu (IFRC) og öðrum landsfélögum, m.a. Íslandi.

1


Vegurinn til afskekkta þorpsins Lamadhahder í Togdheer svæðinu í Sómalílandi er langur, þurr og eyðilegur. Um klukkutíma tekur að komast þangað frá eina malbikaða veginum sunnan af borginni Burao. Þrír hjúkrunarfræðingar og ljósmóðir komast í Land Cruiser bifreið Rauða hálfmánans, fullan af hjálpargögnum og öðru sem þarf til að setja upp færanlega heilsugæslu.

2

Færanlega heilsugæslan stoppar við röð af konum í litríkum blæjum (hijabs) sem bíða óþreyjufullar. Fyrir klukkan 9 að morgni koma hitabylgjur yfir eyðilegt landslagið og hitinn er strax orðinn óbærilegur. Bráðabirgðaskýli þakið þurrum, ýfðum runna veitir örlítinn skugga fyrir heilsugæsluna. Starfsfólk Rauða hálfmánans hefst strax handa við að afferma kassa fulla af næringu, vogum, lyfjum, borðum og stólum.

3

Starfsfólk Rauða hálfmánans vita að margir sjúklinganna sem þau munu hitta í dag eru alvarlega vannærðir og afar viðkvæmir. Eins og í mörgum þorpum á þessu svæði hefur þurrkur haft gríðarleg áhrif og nánast allur búfénaður sem þorpsbúar treysta á drepist. Alvarleg vannæring, sérstaklega á meðal barna, er algeng.

Heilsugæslan hefur þurft að aðlaga sig vegna fjölda vannærðra segir Kwome Darko, heilbrigðisstarfsmaður hjá IFRC í Sómalíu. “Við höfum þurft að breyta samsetningu teymanna okkar til að mæta einstökum þörfum á strjálbýlum svæðum”. Þetta hefur þýtt að í stað einnar ljósmóður, hjúkrunarfræðings, aðstoðarhjúkrunarfræðings og tveggja sjálfboðaliða úr þorpinu eru nú fjórir þrautþjálfaðir heilbrigðisstarfsmenn í hverri heilsugæslu.

 4

Þrír heilbrigðisstarfsmenn heilsa upp á íbúa í þorpinu og segja frá hvaða þjónustu er boðuð upp á heilsugæslunni í dag, þ.m.t. meðferð við algengum kvillum, bólusetning barna og kvenna á barneignaaldri, skimun vannæringar hjá börnum, aðstoð við mæður (fyrir fæðingu sem og við hana og eftir) og kynning á lýðheilsu.

5Ein af fyrstu sjúklingunum sem hjúkrunarfræðingurinn hittir er Amal Abdi Muhammed, þriggja ára. Sagan hennar, þyngd og hæð eru skráð auk mælingu á handlegg sem hjálpar til við að kanna hvort hún sé vannærð. Því miður sýnir mælingin að hún er alvarlega vannærð.

6

Hjúkrunarfræðingurinn gefur Amal næringarríkt hnetumauk sem hún getur strax borðað, en það er notað til að meðhöndla bráða vannæringu barna eldri en sex mánaða.

8

Móðir Amal, Fadumo Abdi Muhammed, fær fjögurra vikna birgðir af hnetumaukinu, eða nægar birgðir þangað til heilsugæslan kemur aftur til þorpsins. Fjölskyldan borðar aðeins eina máltíð á dag núna svo það er mikil aðstoð í hnetumaukinu.

9

„Þurrkurinn hefur haft áhrif á okkur. Við misstum 25 kameldýr og 150 geitur og kindur“ segir Fadumo. „Við eigum ekkert núna. Við erum upp á ættingja okkar komin með mat og aðrar nauðsynjar.“

Fjölskyldur, eins og Fadumo, sem treysta á búfénað til að lifa eru í áhættuhóp þeirra sem svelta og fá sjúkdóma ef ekki fer bráðlega að rigna.

 10

Í landi þar sem dánartíðni er einhver sú hæsta í heimi er ljósmóðir nauðsynlegur hluti af færanlegu heilsugæslunni og tryggir að óléttar konur, nýbakaðar mæður og börn fái umönnunina sem þau þurfa. Ljósmóðir Rauða hálfmánans, Samira Mohamed Ali, kannar hér blóðþrýsting á heilsugæslunni.

Margar konur sem hún hittir í dag – þungaðar sem nýbakaðar – þjást af blóðskorti. Samira skrifar upp á margskonar nauðsynleg næringarefni og járntöflur sem hjálpa til við að bæta upp fyrir þau næringarefni sem þær fá ekki í takmörkuðu mataræði sínu.
“Við forgangsröðum fyrir börnin – við fæðum þau fyrst” útskýrir móðir sem er í biðröð eftir aðstoð. Á þurrkatímum er afar algengt að mæður fórni þeirra eigin heilsu fyrir bættri heilsu barna sinna og fjölskyldu.

 11

Heilsugæslan færir sig um set á hverjum degi til nýrra þorpa, allt eftir þörf. Þau vinna oft langa vinnudaga í eyðimerkurhitanum við erfiðar aðstæður og sofa í þorpunum þar sem þau aðstoðuðu yfir daginn.

 12

Þegar umönnun síðasta sjúklings dagsins er að ljúka sest teymið niður með þorpshöfðingjanum til að hvílast og fara yfir annir dagsins. “Þrátt fyrir allar áskoranirnar, þá er það þess virði til þess að hjálpa berskjölduðu fólki” segir Samira brosandi við samstarfsfólk sitt.

Með rausnarlegu framlagi alþjóðasamfélagsins í gegnum hreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans náum við til einangruðustu, berskjölduðustu og afskekktustu samfélaganna og veitum þeim lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Hins vegar þarf enn að stoppa í göt. Alþjóðleg neyðarbeiðni Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans er ætlað í samstarfið við sómalska Rauða hálfmánann að tryggja að styttri og lengri átök haldi áfram að sinna brýnum þörfum fólks og þanþol þeirra fyrir komandi þurrkum.