• Come-heat

Heimshörmungar 2020 - World Disaster Report 2020

18. nóvember 2020

Heimshörmungar 2020 – skýrsla Rauða kross hreyfingarinnar

Heimsfaraldur Covid19 hefur sýnt okkur fram á hversu berskjaldaður heimurinn er í raun og veru fyrir hamförum. Hamfarirnar sem fylgja loftslagsbreytingum verða sífellt algengari og sýnilegri en við öll höfum enn ekki undirbúið samfélög og lönd nægilega fyrir þann veruleika.

Í skýrslu Rauða krossins kemur m.a. fram að hamfarahlýnun bíði ekki eftir að Covid19 heimsfaraldurinn hjaðni, frá því heimsfaraldi var lýst yfir hafa meira en 100 náttúruhamfarir dunið yfir og haft áhrif á yfir 50 milljón manns. 99% þessara hamfara eru vegna öfga í loftlags- og veðurfari.

Nú er tíminn til að bregðast við loftslagsbreytingum.

Hamfarir árið 2019[1]

Árið 2019 voru 308 atburðir taldir sem náttúru-hamfarir og höfðu áhrif á 97.6 milljónir einstaklinga. Alls létust 24.396 vegna náttúruhamfara árið 2019.

 • 127 flóð
 • 59 stormar
 • 3 eldgos
 • 32 jarðskjálfar
 • 25 aurskriður (landslides hydromet)
 • 8 þurrkar
 • 10 öfgar í hitastigi
 • 8 skógareldar
 • 36 faraldrar

Hvað gerist í Evrópu?

Mesta loftslagsvá Evrópu eru hitabylgjur. Fleiri létust í Evrópu árið 2019 af völdum hitabylgna árið 2019 en í öllum öðrum hamförum í álfunni til samans.

Opinberar tölur sýna að þrjár mismunandi hitabylgjur urðu 3.453 einstaklinga í Evrópu árið 2019 að bana.[2]

 • Júní 2019: 704 dauðsföll (Frakkland, Belgía, Þýskaland, Ítalía, Spánn. (Mesti hiti 46°C)
 •  Júlí 2019: 2.241 dauðsfall (Frakkland, Bretland, Holland, Austurríki, Þýskaland, Belgía. Mesti hiti 45°C)
 • Ágúst 2019: 508 dauðsföll (Bretland, Belgía. Mesti hiti 40°C)

En þessar tölur segja ekki alla söguna. Að mati sumra sérfræðinga gefa tölurnar ekki rétta mynd vegna þess hvernig gögnum er safnað og fjöldi þeirra sem látist hafa gæti verið meir. Bara í Frakklandi telja heilbrigðisyfirvöld að við þessa tölu megi bæta 2.000 einstaklingum sem látist hafa af völdum hitabylgna.[3]

Maarten van Aalst, yfirmaður Loftslagsmiðstöðvar Rauða krossins (IFRC´s Red Cross Red Crescent Climate Centre) segir að tölur frá Frakklandi og önnur gögn frá Evrópu sýni að hitabylgjur um 9.000 einstaklinga hafi látist af völdum hitabylgna á síðasta ári.

Rauði krossinn á Íslandi tók viðtal við Maarten van Aalst, yfrmann Climate Centre, í fyrra um loftslagstend málefni þar sem m.a. kom fram að afleiðingar loftslagsbreytinga munu hafa áhrif á mannúðarstörf til frambúðar.

Hamfarir-arid-2019

Hamfarir í Evrópu

Opinberar tölur sýna að alls létust 3.600 manns af völdum 55 hamfara í Evrópu árið 2019 og 181.675 urðu fyrir áhrifum vegna þeirra.[4] Meirihlutinn lést í hitabylgjum en 147 létust í öðrum hamförum, þar á meðal 18 stormum, 15 sökum öfga í hita öðrum en hitabylgjum, 14 flóðum, 6 jarðskjálftum, 1 aurskriðu og 1 úr mislingum.

Lykitölur í Evrópu

 • 55 hamfarir af völdum náttúruhamfara höfðu áhrif á 182.000 manns árið 2019.
 • 3.600 manns létu lífið í þessum hamförum.
 • Hitabylgjur voru mannskæðustu hörmungarnar sem ollu 3.453 dauðsföllum

Öll þurfum við að vinna saman og leggja okkar af mörkum

Ljóst er að við öll - þriðji geirinn og mannúðarsamtök, stjórnvöld, samfélagið allt, styrktaraðilar og sérfræðingar í loftslagsmálum - þurfum að setja fókusinn á loftslagbreytingar og leita lausna.

Þetta þýðir ekki aðeins að hlusta á hvað vísindin segja okkur um yfirvofandi vá, heldur að bregðast við henni og átta okkur á að það sem koma skal getur haft í för með sér breyttan veruleika. Samfélagið allt þarf að auka við fjárfestingu í viðnámsþrótti samfélaga og styðja við fyrirbyggjandi aðgerðir líkt og neyðaraðgerðum byggðum á spám (e. forecast based financing) svo að samfélög séu í stakk búin til að takast á við fyrirsjáanlegar náttúruhamfarir og geti brugðist við áður en þær dynja á. Þá þarf að tryggja að skilaboð um ógnir og hættur komist til skila í tæka tíð svo hægt sé að grípa til aðgerða.

Hér má nálgast skýrsluna, World Disaster Report 2020.

 


[1] Heimild: IFRC 2020 byggt á gögnum frá EM-DAT, NCEI (NOAA), WHO, DFO, FIRMS (NASA), National Hurricane Center, Joint Typhoon Warning Center, IBTrACS (NOAA), ReliefWeb, secondary data review

[2] EM-DAT, NCEI (NOAA), WHO, DFO, FIRMS (NASA), National Hurricane Center, Joint Typhoon Warning Center, IBTrACS (NOAA), ReliefWeb, and Public Health England

[3] https://www.santepubliquefrance.fr/determinants-de-sante/climat/fortes-chaleurs-canicule/documents/bulletin-national/bulletin-de-sante-publique-canicule.-bilan-ete-2020

[4] EM-DAT and Public Health England