Heimsókn Yves Daccord framkvæmdastjóra ICRC til Íslands

15. október 2018

Í dag fór fram fyrirlestur Yves Daccord, framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) á opnum fundi Rauða krossins á Íslandi og Höfða friðarsetri Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn var fjölmennur og afar áhugaverður. Yves fjallaði um markvissa baráttu Rauða krossins gegn kynferðislegu ofbeldi í átökum og aðgerðir hreyfingarinnar til að aðstoða þolendur.

Á meðan heimsókn Yves stendur hér á landi mun hann jafnframt hitta forsætisráðherra og utanríkisráðherra ásamt því að sitja fund með utanríkismálanefnd Alþingis. Heimsókn hans mun ljúka með fundi með forseta Íslands. 

Megináherslan í heimsókn hans til Íslands er fyrrnefnd barátta gegn kynferðislegu ofbeldi í átökum og verða þessi málefni rædd við ráðamenn Íslands. Yves hefur áralanga reynslu af þessari baráttu og nefndi hann sérstaklega í fyrirlestri sínu mikilvægt hlutverk smærri ríkja eins og Íslands í þeirri vegferð. Telur hann að raddir smærri ríkja á sviði mannréttinda eigi eftir að verða meira áberandi á næstum árum. Heimsókn hans er því mikilvæg áminning um að Ísland hefur stóru hlutverki að gegna í þessari baráttu um allan heim.