• Kristin,-Selma-og-Hjordis

Héldu tombólu í Salahverfi

Söfnuðu rúmlega 7000 krónum fyrir Rauða krossinn

2. nóvember 2016

Þær Kristín Lóa Friðbergsdóttir, Selma Dóra Þorsteinsdóttir og Hjördís Ósk Blöndal eru níu ára vinkonur úr Kópavogi sem tóku sig til og héldu glæsilega tombólu fyrir utan verslun Nettó í Salahverfi. Tombólan tókst með eindæmum vel og náðu þær að safna 7.326 krónum.  


Þær vildu láta gott af sér leiða og ákváðu að gefa ágóða tombólunnar til mannúðar-og hjálparstarfs Rauða krossins.