Héldu tombólu í Spönginni

27. október 2021

Vinkonurnar Sóley Yabing Kristinsdóttir, Hanna Elísabet Hákonardóttir, Elísa Builien Andradóttir, Sara Björk Eiríksdóttir, Hrafnhildur Elva Elvarsdóttir og Eva Lovísa Heimisdóttir söfnuðu pening til styrktar Rauða krossinum með því að halda tambólu fyrir utan Hagkaup í Spönginni. Afrakstur tambólunnar var 7685 kr. sem þær afhentu Rauða krossinum.

Við þökkum þeim kærlega fyrir þeirra framlag til mannúðarmála.