• L1070685

Hjálparsíminn 1717 og Frú Ragnheiður hlutu veglega styrki

Heilbrigðisráðherra úthlutaði Rauða krossinum samtals 13 milljónum króna.

6. febrúar 2020

Frú Ragnheiður, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins hlaut hæsta styrk sem veittur var af heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur af safnliðum fjárlaga til félagasamtaka sem starfa að heilbrigðismálum.  Styrkurinn gerir Frú Ragnheiði kleift að halda áfram sínu flotta og faglega starfi.

Þá hlaut Hjálparsími Rauða krossins 1717 fjögurra milljón króna styrk, en Hjálparsíminn 1717 og netspjallið eru opin allan sólarhringinn, allan ársins hring. Á hverju ári berast um 15.000 samtöl um stór sem smá vandamál, allt frá kvíða og þunglyndi til sjálfsskaða og sjálfsvígshugsana eða tilrauna.

Rauði krossinn þakkar heilbrigðisráðherra kærlega fyrir styrkina sem gera Rauða krossinum kleift að sinna verkefnum sínum áfram.

Á myndinni eru þær Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.