Hjálparsíminn 1717 og netspjallið

Þinn stuðningur skiptir máli!

1. mars 2018

Á síðasta ári bárust Hjálparsímanum 1717 og netspjallinu 14.710 símtöl og netspjöll. Þar af voru 721 samtal vegna sjálfsvígshugsana, 274 vegna kynferðislegs ofbeldis og 117 vegna nauðgana.

Um 90 sjálfboðaliðar svara í símann allan sólarhringinn, allan ársins hring. Þrátt fyrir ómetanlegt framlag sjálfboðaliða er dýrt að reka Hjálparsímann og lauslega má reikna að hvert símtal og spjall kosti um 2000 krónur.

Þú getur veitt Hjálparsímanum 1717 og netspjallinu lið og sent SMS-ið 1717 í 1900 og styrkt okkur um 1000 krónur.

 

Takk fyrir stuðninginn.