Hjóla hringinn til styrktar Hjálparsímanum

10. júní 2020

Agnes Andradóttir og Elin Ramette ætla að hjóla hringinn í kringum Ísland næsta mánuðinn til styrktar Hjálparsíma Rauða krossins, 1717. Þær lögðu af stað í upphafi vikunnar og stefna á að vera á ferðalagi næsta mánuðinn. 

Agnes og Elín ætla að safna áheitum og styrkja þannig Hjálparsíma Rauða krossins og netspjallið, en í gegnum Covid-faraldurinn jókst álagið á þjónustuna gríðarlega. Hjálparsíminn er alltaf opinn og veitir sálrænan stuðning án endurgjalds.

101944968_115930986815626_321643465651707380_n

Þær segja að Rauði krossinn sé mikilvægur partur af lífi þeirra beggja.  "Við höfum báðar verið sjálfboðaliðar, Agnes að kenna útlendingum (og sjálfri sér í leiðinni) íslensku og Elín í margskonar verkefnum. Þegar við ákváðum að safna fyrir góðum málstað með ferðinni okkar vorum við því ekki lengi að ákveða. Rauði krossinn skal það vera."

Þær vilja einnig vekja athygli á umhverfisvænum ferðamáta og hvetja landsmenn til þess að vera út í náttúrunni. 

Logo-1717_1591791666121

Rauði krossinn þakkar þessum frábæru stelpum fyrir þetta hugulsama og frumlega framtak. Þetta mun sannarlega styrkja Hjálparsímann 1717 og netspjallið. Rauði krossinn hvetur landsmenn til þess að taka þátt í söfnuninni og styðja þannig við þessa mikilvægu þjónustu.