Hlutavelta í Grunnskóla Grindavíkur

15. júní 2017

Á vorgleði Grunnskóla Grindavíkur héldu nemendur í 4. bekk hlutaveltu og söfnuðu dágóðri upphæð. Á myndinni eru þær Hekla Ósk Óskarsdóttir og Pálína Ósk Jónsdóttir fulltrúar nemenda í 4. bekk að afhenda Ágústa Gísladóttur formanni  Grindavíkurdeildar ágóðann. Kærar þakkir fyrir framlag ykkar kæru nemendur í 4. bekk í Grunnskóla Grindavíkur.