Hugulsöm gjöf til styrktar Rauða krossinum

26. mars 2019

Rauða krossinum barst hugulsöm peningagjöf frá Stellu Líf Hermannsdóttur. Hún er úr Kórahverfinu og safnaði peningum saman í krukku til styrktar Rauða krossinum. Hún safnaði samtals 6.607 kr.

Allt framlag frá börnum rennur til verkefna sem felast í að hjálpa öðrum börnum. Rauði krossinn í Kópavogi þakkar henni fyrir glæsilegt framlag til styrktar félagsins.