• Jolabasar

Jólabasar Kvennadeildar Rauða krossins í Reykjavík

Árlegur Jólabasar haldinn 26. nóvember

24. nóvember 2016

Jólabasar Kvennadeildar Rauða krossins í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 26. nóvember frá kl. 13-16 í húsi Rauða kross Íslands, Efstaleiti 9.

Á boðstólum verða fallegar handunnar prjónavörur, munir sem tengjast jólunum og heimabakaðar gómsætar tertur.

Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til mannúðarmála og hjálparstarfs á Íslandi. 

Allir hjartanlega velkomnir og hvattir til að taka með sér gesti.

 

Nánari upplýsingar á www.raudikrossinn.is/reykjavik