Jólabasar Kvennadeildar Rauða krossins í Reykjavík

6. nóvember 2017

Basarinn verður haldinn laugardaginn 11. nóvember frá kl. 13-16 í húsi Rauða krossins, Efstaleiti 9, Reykjavík.

Á boðstólum verða fallegar handunnar prjónavörur, munir sem tengjast jólunum og heimabakaðar gómsætar tertur.

Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til Vinjar.

Vin er athvarf fyrir fólk með geðraskanir, rekið af Rauða krossinum í Reykjavík sem fræðslu- og batasetur. Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr endurinnlögnum á geðdeildir, efla þekkingu okkar og annarra á málefnum geðsjúkra og skapa umhverfi þar sem gagnkvæm virðing og traust ríkir og tekið er tillit til hvers og eins.

Allir hjartanlega velkomnir og hvattir til að taka með sér gesti.