Jólabasar Kvennadeildar Rauða krossins í Reykjavík

Verður haldinn laugardaginn 17. nóvember frá kl. 13-16 í Efstaleiti 9

12. nóvember 2018

Jólabasar Kvennadeildar Rauða krossins í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 17. nóvember kl.13-16. Á boðstólum verða fallegar handunnar prjónavörur, munir sem tengjast jólunum og heimabakaðar gómsætar tertur. 

Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til Heilahristings, sem er verkefni þar sem sjálfboðaliðar Rauða krossins aðstoða nemendur af erlendum uppruna við heimanám og lestur í notalegu og rólegu umhverfi bókasafna borgarinnar. Tilgangur verkefnisins er að styrkja nemendur námslega og félagslega, auka lesskilning og þannig styrkja sjálfsmynd þeirra. 

Allir eru hjartanlega velkomnir á basarinn og hvattir til að taka með sér gesti og jólaskapið.