• Kort2

Jólahefti Rauða krossins

14. nóvember 2017

Jólahefti Rauða krossins er órjúfanlegur partur af jólunum, fyrirboði fyrir hátíð ljóss og friðar. 

Í ár teiknaði Þorvaldur Jónsson myndlistarmaður myndirnar sem prýða heftið, sem samanstendur af límmiðum og merkimiðum. 

Rauði krossinn veitir fjölskyldum og einstaklingum um allt land aðstoð fyrir jólin og bregst við neyð innanlands sem utan allt árið um kring.

Hægt er að styðja við mannúðarstarf Rauða krossins með því að senda sms-ið JOL í 1900 og 2500 krónur eru dregnar af símreikningi. Notaðu endilega merkin þó þú hafir ekki tök á að greiða fyrir þau.