• Styrkveiting_2106

Jólastyrkveiting í Góða hirðinum

Góði hirðirinn veitti styrk

21. desember 2016

Rauði krossinn tók á móti tveimur styrkjum frá Góða hirðinum nú á miðvikudaginn. Sú hefð hefur skapast að ágóði af sölu nytjamuna í Góða hirðinum rennur til ýmissa málefna í desember. Að þessu sinni voru 18 félagasamtök styrkt um rúmar 10 milljónir.

Rauði krossinn á Íslandi fékk alls  1.500.000 kr. styrk í áfallasjóð og til aðstoðar fyrir jólin.

Áfallasjóðurinn Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu hefur þann tilgang að aðstoða fólk sem verður fyrir skyndilegu fjárhagslegu áfalli og fær enga, eða mjög litla, aðstoð annars staðar. Áhersla Rauða krossins er á að hjálpa fólki til að ná sér aftur á strik eftir ófyrirséð fjárhagslegt áfall, svo sem í tengslum við sjúkdóma og slys.


Við þökkum Góða hirðinum og Sorpu bs. kærlega fyrir sitt góða framlag.