Kaffitár styrkir neyðarsöfnun fyrir Róhingja í Bangladess

20. nóvember 2017

Kaffitár leggur neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi lið í söfnun fyrir Róhingja í Bangladess. Í ár gefur Kaffitár 100 krónur af hverjum seldum Hátíðarkaffipoka í neyðarsöfnun Rauða krossins fyrir Róhingja í Bangladess.  Hátíðarkaffið í ár kemur frá Shan fylki í Mjanmar sem starfsfólk Kaffitárs heimsótti í vor. Kaffið frá bændum í Mjanmar þykir tært og bragðið algjörlega einstakt. Kaffitár er fyrsta fyrirtækið í Evrópu sem kaupir nú kaffi milliliðalaust af bændum í Mjanmar. 

Hægt er að leggja neyðarsöfn­un Rauða kross­ins á Íslandi lið með því að senda sms-ið TAKK 
í núm­erið 1900 og styrkja þannig söfn­un­ina um 1900 kr. Þá er einnig hægt að nota Kass-appið með því að nota KassTag-ið takk@raudikross­inn eða leggja inn á reikn­ing 0342-26-12, kt. 530269-2649.