• Karlar-i-skurum

„Karlar í skúrum“

Verkefni Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ

4. janúar 2018

Karlar í skúrum er verkefni sem er að fara af stað hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði og Garðabæ. Verkefnið er að ástralskri fyrirmynd og hefur gengið vel víðsvegar um Evrópu. Karlar í skúrum er opið fyrir alla karlmenn og gefur þeim stað og stund til að hittast, spjalla og vinna að ýmsum sameiginlegum verkefnum sem þeir sjálfir ákveða. Rauði krossinn leitar að áhugasömum karlmönnum í verkefnið!
Fundur verður haldinn mánudaginn 8. janúar kl. 17 að Strandgötu 24, efri hæð í Hafnarfirði. Kaffi og meðlæti í boði. Allir velkomnir!

Nánari upplýsingar veitir Hörður Sturluson í síma 694 1281 eða á [email protected]