• Karlar_i_skurum_logo

Karlar í skúrum

27. febrúar 2020

Karlar í skúrum er opið fyrir alla karlmenn og gefur þeim stað og stund til að hittast, spjalla og vinna að ýmsum sameiginlegum verkefnum sem þeir sjálfir ákveða. Þar skiptast þeir á þekkingu og gefa til samfélagsins í leiðinni. Markmið verkefnisins er að skapa aðstæður þar sem heilsa og vellíðan karlmanna er í fyrirrúmi, þar sem þeir halda sér við líkamlega, andlega og félagslega.

Verkefnið er staðsett í

  • Hafnafirði, Helluhrauni 8 - opið þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 10-13
  • Breiðholti í Arnarbakka 2 - opið þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 10-13
  • Vesturbyggð, Patreksfirði - opið miðvikudaga frá kl. 10

Von bráðar opna skúrar í Mosfellsbæ og Kópavogi.

Kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 12. mars kl. 10 í Digraneskirkju.

Vilt þú stofna skúr? Hafðu samband við Hörð Sturluson í síma 694 1281 eða á hordur@redcross.is