• Afhending-a-Landakoti

Kvennadeild Rauða krossins í Reykjavík gefur búnað og tæki til öldrunardeilda Landakots

Mun koma að góðum notum

1. febrúar 2017

Öldrunardeildir á Landakoti fengu ýmsan búnað og tæki að gjöf frá Kvennadeild Rauða krossins í Reykjavík, í desember s.l. Tækin eru af ýmsum toga s.s. vaxpottur fyrir iðjuþjálfun, fóta- og handahjól með spasmavörn, göngugrindur með gaspumpu, rafknúinni hæðarstillingu og allt að 240 kg. burðarþoli, loftdýnur og lyftarar sem bæta mjög aðbúnað fyrir sjúklinga og vinnuaðstæður starfsfólks. Einnig var gefin stuðningsstöng sem fest er við rúm og gerir fólki kleift að vega sig upp úr rúmi og vera því betur sjálfbjarga.


Á myndinni má sjá lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraþjálfara sem starfa á Landakoti taka við tækjakostinum auk stjórnar Kvennadeildar Rauða krossins í Reykjavík.