• HeimalandIMG_7289

Landsvirkjun og Arion styrkja jólaaðstoð Rauða krossins

21. desember 2018

Í vikunni bárust Áfallasjóði Rauða krossins rausnarleg framlög frá Landsvirkjun og Arion banka. Bæði framlögin voru 1 milljón króna og munu koma að góðum notum við jólaaðstoð Rauða krossins þetta árið. 

Rauði krossinn á Íslandi veitir fólki sem býr við fátækt eða á í erfiðleikum, sérstaka aðstoð fyrir jólin með hjálp frá almenningi og fyrirtækjum um allt land. Markmið jólaaðstoðar Rauða krossins er að aðstoða þá sem eiga erfitt með að halda gleðileg jól vegna bágrar fjárhagsstöðu. Aðstoðin felst í fjárstyrkjum, matarúthlutunum og fatakortum eftir því sem við á.

Rauði krossinn þakkar kærlega fyrir þessi framlög.