• 3g07784u-1540

Laus staða verkefnastjóra

22. september 2017

Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ leitar að verkefnastjóra til að þróa tvö ný verkefni sem snúa að málefnum félagslega einangraðra og óvirkra einstaklinga. 

Annars vegar er það verkefnið Tækifæri, þar sem unnið er með ungu fólki á aldrinum 18 til 30 ára sem er án atvinnu og ekki í námi. Hins vegar er það Karlasmiðja sem veitir félagslega einangruðum, eldri karlmönnum skjól. Um er að ræða tímabundið starf með mögulegri framlengingu/fastráðningu.

Leitað er að einstaklingi sem hefur reynslu af því að vinna með fólki í erfiðum aðstæðum, hefur óþrjótandi þolinmæði og brennandi áhuga á fólki og skilning á mismunandi aðstæðum þeirra.

Helstu verkefni

 • Virkjun félagslega einangraðra einstaklinga.
 • Samskipti við samstarfsaðila.
 • Setja á laggirnar karlasmiðju.
 • Þróun verkefna.
 • Vinna með sjálfboðaliðum.
 • Þátttaka og stuðningur við annað starf Rauða krossins í málaflokknum.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi.
 • Þekking og/eða reynsla af málefnum félagslega einangraðra einstaklinga.
 • Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum.
 • Reynsla af starfi með Rauða krossinum æskileg.
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Þekking og/eða reynsla af tómstundarstarfi er kostur.
 • Þekking og/eða reynsla af fjáröflun er kostur.


Umsóknarfrestur er til og með 5. október 2017. Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax. Karlar eru sérstaklega hvattir til sækja um.

Umsóknir sendist á Pál Daníelsson (palli@redcross.is) deildarstjóra Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ.