• _28A3433

Laust starf hjúkrunarfræðings í Frú Ragnheiði

Um 50% stöðu er að ræða

4. október 2018

Rauði krossinn í Reykjavík leitar að hjúkrunarfræðingi í 50% starf í skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiði. Skilyrði er að umsækjendur þekki vel til hugmyndafræði skaðaminnkunar og hafi óbilandi áhugi á mannréttindum jaðarsettra einstaklinga. Í boði er afar fjölbreytt og áhugavert starf fyrir réttan aðila.

Helstu verkefni:

  • Faglegt utanumhald með heilbrigðisþjónustunni í Frú Ragnheiði.
  • Aðstoð með umsjón og þjálfun sjálfboðaliða í starfi.
  • Sinnir að hluta til bakvöktum á kvöldin.
  • Aðstoðar skjólstæðingar við að komast í sértækari heilbrigðisþjónustu á daginn.

Hæfniskröfur

  • Hjúkrunarfræði eða önnur sambærileg heilbrigðismenntun.
  • Góð þekking á hugmyndafræði skaðaminnkunar.
  • Góð þekking og þjálfun í samskiptum.
  • Þekking á málefnum og starfi Rauða krossins er kostur. 
  • Getur unnið að notendamiðuðu vettvangsstarfi.
  • Getur unnið sveigjanlegan vinnutíma og sjálfstætt.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknafrestur er til og með 15. október 2018.

Umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Umsóknir sendist á [email protected]  Öllum umsóknum verður svarað eftir að umsóknarfrestur er liðinn. 

Nánari upplýsingar veitir Marín Þórsdóttir , forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík.