Laust starf húsvarðar

7. september 2018

Rauði krossinn á Íslandi leitar að húsverði í 40% starf á starfsstöð sína að Efstaleiti 9.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með húsnæði
  • Umhirða lóðar
  • Ýmis konar viðhald
  • Umsjón bíla Rauða krossins

Óskað er eftir handlögnum einstaklingi sem sýnir frumkvæði í starfi, er lipur í samskiptum og getur hafið störf sem fyrst. 

Vinnutími eftir samkomulagi.

Nánari upplýsingar veitir Kristrún Pétursdóttir kristrun@redcross.is og í síma 570-4000.

Umsóknum ásamt ferilskrá skal skila á starf@redcross.is fyrir 26. september.