• _SOS9724

Laust starf rekstrarstjóra verslana Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu

5. apríl 2019

Rauði krossinn á Íslandi vill ráða rekstrarstjóra verslana Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.

Fatasöfnun er eitt mikilvægasta fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Yfir 3000 tonnum af fatnaði er safnað árlega og er notaður fatnaður seldur í 13 verslunum um allt land. Eingöngu sjálfboðaliðar starfa í verslunum Rauða krossins.

Við leitum eftir einstaklingi sem hefur reynslu af verslunarrekstri og brennandi áhuga á fatnaði og endurnýtingu. Um spennandi starf er að ræða í gróskumiklu umhverfi þar sem sífellt meiri áhersla er lögð á að minnka sóun og endurnýta fatnað.

 

Helstu verkefni:

· Daglegur rekstur fataverslana á höfuðborgarsvæðinu

· Öflun sjálfboðaliða og þjálfun þeirra

· Markaðsmál og nýsköpun

· Birgðaumsjón

Hæfni og menntunarkröfur

· Háskólamenntun á sviði viðskipta og stjórnunar er kostur

· Leiðtogahæfni, drifkraftur og frumkvæði

· Stjórnunarreynsla í verslunarrekstri æskileg

· Lausnamiðuð hugsun og sveigjanleiki

· Liðsmaður í fjölbreyttu teymi

· Góð rekstrar- og kostnaðarvitund

· Jákvæð hugsun og lipurð í mannlegum samskiptum

Umsóknarfrestur er til og með 17. apríl næstkomandi. Ferilskrá og umsóknarbréf skal sent á starf hjá redcross.is. Öllum umsóknum verður svarað að loknum umsóknarfresti. 

Allar nánari upplýsingar veitir Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri fjáröflunar og kynningarmála hjá Rauða krossinum á Íslandi með tölvupósti bjorgk hjá redcross.is