Laust starf verkefnastjóra skyndihjálpar

1. mars 2019

Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir verkefnisstjóra skyndihjálpar í 100% stöðu. Starfsstöð er á landsskrifstofu Rauða krossins, Efstaleiti 9 í Reykjavík.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með sölu skyndihjálparnámskeiða
  • Umsjón með þróun og útgáfu námsefnis og námskeiða í skyndihjálp.
  • Umsjón með menntun leiðbeinenda í skyndihjálp.
  • Samskipti við samstarfsaðila innanlands og erlendis á sviði skyndihjálpar.

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- og/eða menntavísinda, sjúkraflutningamenntun eða víðtæk starfsreynsla á sviði skyndihjálpar.
  • Mikil samskiptahæfni og sjálfstæði í starfi

Umsóknarfrestur er til og með 25. mars 2019

Umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi sendist á starf@redcross.is. Öllum umsóknum verður svarað eftir að umsóknarfrestur er liðinn.

Nánari upplýsingar veitir Jón B Birgisson sviðsstjóri innanlandssviðs.