Laust starf verkefnisstjóra í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd

18. ágúst 2017

Verkefnisstjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd

Um er að ræða tímabundið starf með mögulega framlengingu/fastráðningu.

 

Helstu verkefni

 • Félagslegt hjálparstarf fyrir hælisleitendur.
 • Samskipti við innlenda og erlenda samstarfsaðila.
 • Fræðsla og kynning fyrir stjórnvöldum, sveitarfélögum, Alþingi, fjölmiðlum, félagasamtökum og almenningi.
 • Þátttaka og stuðningur við annað starf Rauða krossins í málaflokknum.


Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
 • Þekking og/eða reynsla af málefnum hælisleitenda og flóttamanna.
 • Reynsla af starfi með Rauða krossinum æskileg.
 • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, önnur tungumál kostur.
 • Framúrskarandi hæfni í teymisvinnu, samskiptahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Þekking og/eða reynsla af verkefnastjórnun er kostur.
 • Mjög góð færni í mannlegum samskiptum og menningarlæsi.

 

Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst 2017. 
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf strax.

Nánari upplýsingar veitir Atli Viðar Thorstensen (atli@redcross.is) og umsóknir óskast sendar á sama netfang.