• Red_cross_history

Laust starf verkstjóra í fatasöfnun

Fatasöfnunin er eitt mikilvægasta fjáröflunarverkefni Rauða krossins á Íslandi. 

12. janúar 2017

Rauði krossinn leitar að öflugum verkstjóra í fatasöfnun félagsins.

 

Fatasöfnunin er eitt mikilvægasta fjáröflunarverkefni Rauða krossins á Íslandi. Umhverfisáhrif verkefnisins eru einnig jákvæð og stuðla að endurnýtingu og fullnýtingu á fatnaði. Fötum er safnað saman alls staðar á landinu og þau flokkuð á starfsstöð okkar að Skútuvogi 1.

Föt sem framlag er verkefni þar sem sjálfboðaliðar prjóna og sauma föt í pakka sem sendir eru til þeirra sem á þurfa að halda. Undanfarin ár hafa fatapakkarnir meðal annars verið sendir til fátækra barna í Hvíta-Rússlandi.

Helstu verkefni verkstjóra eru:

 

 • Stjórnun vinnu sjálfboðaliða við flokkun og úrvinnslu.
 • Tekur þátt í skipuleggja vinnuna.
 • Vinnur að Föt sem framlag verkefninu.
 • Sér um daglegan frágang á vinnusvæði.
 • Önnur verkefni sem sviðsstjóri felur viðkomandi.

 

Hæfnikröfur:

 

 • Reynsla af verkstjórn
 • Skipulögð vinnubrögð
 • Gott líkamlegt form
 • Á auðvelt með að umgangast fólk af fjölbreyttum uppruna
 • Enskukunnátta
 • Lyftarapróf er kostur
 • Létt lund og gott skap skemmir ekki
 • Reyklaus

 

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um!

Nánari upplýsingar um starfið má fá hjá Erni Ragnarssyni í síma 894 1953.

Umsóknarfrestur er til 22. janúar.
Umsóknir skulu sendar á orn@redcross.is