• Leidbeinendanamskeid-2017

Leiðbeinendur í sálrænum stuðningi

6. mars 2017

Á dögunum útskrifuðust 20 nýir leiðbeinendur í sálrænum stuðningi hjá Rauða krossinum. 

Námskeiðið tók þrjá daga og byggir á námskrá þekkingarseturs Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) um sálfélagslegan stuðning og DSM-5 staðli American Psychiatric Association. 

Námskeiðið veitir réttindi til kennslu á námskeiðum Rauða krossins í sálrænum stuðningi.  Leiðbeinendur á námskeiðinu voru sálfræðingarnir Jóhann Thoroddsen og Elín Jónasdóttir sem starfað hafa fyrir Rauða krossinn innanlands og á alþjóðavettvangi um árabil.

Óskum við leiðbeinendunum til hamingju og hlökkum til samstarfsins.

Á myndinni má sjá leiðbeinendur með þátttakendum í lok vel heppnaðs námskeiðs.