Leiðtogaakademía Rauða krossins
Nordic Red Cross SDGeneration Academy
Rauði krossinn í Reykjavík leitar að drífandi einstaklingum á aldrinum 18-30 ára til þess að taka þátt í leiðtogaakademíu í Kaupmannahöfn 15. - 19. október næstkomandi.
Við höfum pláss fyrir fimm leiðtogaefni sem hafa áhuga á því að læra meira um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og eru tilbúin til að vinna með Rauða krossinum í Reykjavík að fræðslu fyrir ungt fólk um Heimsmarkmiðin og starf Rauða krossins í framhaldinu veturinn 2018 -2019.
Við leitum að fólki sem hefur tekið þátt í sjálfboðaverkefnum Rauða krossina og býr yfir góðri færni í ensku. Mikil þekking á Heimsmarkmiðunum er ekki skilyrði.
Þátttökugjald er €50 (rúmar 6000 kr.) en innifalið er flug, gisting og matur. Möguleiki er á að lengja ferðina, en þátttakendur greiða gistingu (150 DKK á nótt) og uppihald fyrir þá daga sjálfir.
Verkefnið er samstarf ungmennadeilda Rauða krossins í Danmörku, Finnlandi, Grænlandi, Noregi og Íslandi.
Áhugasömum er bent á að senda ferilskrá og umsóknarbréf sem lýsir áhuga á verkefninu til Þorsteins Valdimarssonar verkefnastjóra á netfangið thorsteinn@redcross.is
Umsóknarfrestur er til 20. ágúst nk.
Nánari upplýsingar hér og hjá Þorsteini.
- Eldra
- Nýrra