• 775061_10154480936273345_6985099643205874736_o

Leikskólabörn á Marbakka styrkja börn flóttafólks

17. desember 2015

 

Börnin á leikskólanum Marbakka í Kópavogi söfnuðu, ásamt foreldrum sínum, í sjóð handa börnunum sem eru á leið til landsins í hópi flóttamanna frá Sýrlandi. Sjóðinn á Rauði krossinn að nota til að gefa þeim leikföng þegar þau koma. Fulltrúi frá Rauða krossinum tók á móti gjöfinni frá krökkunum á elstu deildum Marbakka og voru það þrjár afmælisstelpur sem afhentu gjöfina.

 

Rauði krossinn þakkar krökkunum kærlega fyrir hlýjan hug til flóttamannanna og það er víst að gjöfin mun  gleðja börnin þegar þau koma.