Leitum að starfsmanni í verkefni með börnum

Rauði krossinn í Reykjavík óskar eftir starfsmanni í verkefni með börnum

8. ágúst 2018

Rauði krossinn í Reykjavík óskar eftir að ráða til starfa umsjónarmann með námsaðstoð fyrir grunnskólanema. Um er að ræða 50% starfshlutfall og gæti hentað skólafólki vel. Óskað er eftir jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi sem hefur gaman af að umgangast fólk og starfa með börnum. Í boði er fjölbreytt og áhugavert starf fyrir réttan aðila.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með og kynning á verkefninu,  auk samskipta við samstarfsaðila. 
  • Öflun sjálfboðaliða, þjálfun þeirra í starfi og utanumhald.

Hæfnikröfur:

  • Áhugi á málefnum fólks af erlendum uppruna og menntun barna.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta, þekking á öðrum tungumálum er kostur.
  • Þekking á málefnum og starfi Rauða krossins er kostur.

Æskilegt að viðkomandi gæti hafið störf  15. september n.k.  Umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst n.k.

Athugið að þeir umsækjendur sem boðaðir verða í viðtöl þurfa að skila inn sakavottorði.

Umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Umsóknir sendist á marin@redcross.is . Öllum umsóknum verður svarað eftir að umsóknarfrestur er liðinn. Nánari upplýsingar veitir Marín Þórsdóttir, forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík.


Um verkefnið: Námsaðstoð fyrir börn er eitt af eldri verkefnum Rauða krossins í Reykjavík. Síðustu 10 ár hefur það verið unnið í góðu samstarfi við Borgarbókasafn undir nafninu Heilahristingur. Markhópur verkefnisins eru nemendur af erlendum uppruna en allir eru velkomnir sem þurfa á aðstoð að halda. Einnig er markmiðið að virkja nemendur félagslega því í námsaðstoðinni hitta þeir félaga utan skóla sem þeir myndu e.t.v. ekki gera annars.