• 1294378_767011433429757_2151225525173670545_o

Málþing um geðræktarmál á Norðfirði

15. mars 2016

 

Verkefni Hjálparsíma Rauða krossins 1717 fékk kynningu á geðræktarmálþingi sem haldið var á Norðfirði á laugardaginn. Málþingið var samvinnuverkefni Verkmenntaskóla Austurlands, Fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar auk foreldrafélaga VA og Nesskóla.

Þorgerður og Ingibjörg í stjórn Norðfjarðardeildar og Dagur verkefnastjóri Rauða krossins á Austurlandi sáu um kynninguna fyrir áhugasömum. Einn gestur málþingsins hafði orð á því að Hjálparsíminn hefði bjargað sér nokkrum sinnum. 15.000 símhringingar bárust Hjálparsíma 1717 á síðasta ári.

 

Málþingið heppnaðist vel í alla staði vel og var frábærlega sótt.