Málþing um mannauð innflytjenda

Mannauður innflytjenda

29. nóvember 2016

Í dag fór fram málþing Rauða krossins um mannauð innflytjenda. Um 180 manns mættu og hlýddu á erindi og tóku þátt í hópumræðum. Rán Flygenring teiknari fundateiknaði fundinn jafnóðum með stórskemmtilegum árangri.

Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi setti málþingið og frú Eliza Reid forsetafrú flutti opnunarerindi. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda stjórnaði fundinum. 

Aðrir frummælendur voru Davor Purušić lögfræðingur sem fjallaði um mat á menntun, hvað séu störf við hæfi, hvaða hindranir séu og hvort innflytjendur hafi sömu tækifæri og aðrir. Þá kom Amal Tamimi, stjórnmálafræðingur og framkvæmdastjóri Jafnréttishúss og fjallaði um það hvernig er að lifa og starfa á íslensku, einkum með litla formlega menntun.
Eftir hlé fjallaði Sóley Jónsdóttir, ráðgjafi við mótttöku flóttafólks í Noregi, um fyrirkomulag Norðmanna við mat á menntun erlendis frá.

Formlegum erindum lauk síðan þegar Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi,  fjallaði um hver samfélagsleg og siðferðileg ábyrgð atvinnurekenda er varðandi starfsfólk af fjölþjóðlegum uppruna.

Inn á milli erinda voru viðtöl við ýmsa innflytjendur sýnd þar sem þau sögðu frá þeim hindrunum sem þau hafa mætt á íslenskum atvinnumarkaði.

Þá hófst hópavinna í 5 hópum með mismunandi umfjöllunarefni, en hópstjórar voru:

  • Claudie Ashonie Wilson héraðsdómslögmaður
  • Elva Jóna Gylfadóttir starfsþróunarstjóri HB Granda
  • Fjóla María Lárusdóttir verkefnastjóri, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins
  • Marina Quintanilha e Mendonca kennari, túlkur og fulltrúi Fjölmenningarráðs Reykjavíkur.
  •  Mirela Protopapa deildafulltrúi, Þjónustumiðstöð Breiðholts
  • Paul Fontaine fréttastjóri Grapevine
  • Rúnar Helgi Haraldsson forstöðumaður Fjölmenningarseturs, Ísafirði
  • Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi, Reykjavík
  • Svanhildur Kr. Sverrisdóttir sérfræðingur, Menntamálaráðuneyti
  • Tomasz Chrapek tölvufræðingur og formaður Fjölmenningarráðs Reykjavíkur

Rauði krossinn þakkar öllum kærlega fyrir komuna og sérstaklega frummælendum og hópstjórum fyrir þeirra framlag. Við munum fara yfir og nýta okkur niðurstöður málþingsins við vinnu okkar í framtíðinni. Niðurstöðurnar verða gerðar aðgengilegar, bæði á íslensku og ensku.


Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá málþinginu.

IMG_0364IMG_0397IMG_0419

IMG_0459

IMG_0478