• IMG_0957

Mikilvægt framlag til neyðarsöfnunar

19. apríl 2017

Nú á dögunum stóð 10 manna hópur að söfnunum vegna yfirvofandi hungursneyðum í Sómalíu og Suður-Súdan í samstarfi við Rauða krossinn. Hópurinn samanstendur af nemendum úr Jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna og kemur frá öllum heimshornum: Afganistan, Palestínu, Malaví, Úganda, Sómalíu, Jemen, Eþíópíu, Litháen, Spáni, Nígeríu og Danmörku.

Tveir viðburðir voru haldnir, fyrst hélt Drag-súgur undir forystu Thomas Brorsen Smidt, sem kennir í Jafnréttisskóla SÞ, sýningu á Gauknum þar sem hinar ýmsu dragdrottningar- og kóngar stigu á stokk og var kvöldið afar vel sótt.

Á laugardagskvöldi dymbilviku var síðan blásið til matarhátíðar til styrktar söfnuninni, en Bisharo Ali sem er frá Sómalíu eldaði þar sómalskan mat með samnemendum sínum. Gestir gátu bragðað á hefðbundnum sómölskum mat og stutt þannig söfnunina.

Um 220.000 krónur söfnuðust alls og mun sá peningur renna beint í söfnun Alþjóða Rauða krossins sem nýtist til aðstoðar í Sómalíu og Suður-Súdan.

Rauði krossinn er afar þakklátur fyrir þetta mikilvæga framlag.

17967968_10154808754158096_1593202769_oHér má sjá hópinn góða.

17968519_10154808754438096_1774656309_oHlaðborðið var girnilegt!

Á myndinni efst má sjá Yeshiwas Degul frá Eþíópíu, Kristínu S. Hjálmtýsdóttur framkvæmdastjóra Rauða krossins á Íslandi og Bisharo Ali frá Sómalíu þegar þau afhentu fjárhæðina í Efstaleitinu.