Minnkum skaðann - Frú Ragnheiður

Frú Ragnheiður - skaðaminnkun 

10. janúar 2017

Á hverju kvöldi nema laugardaga aka þrír sjálfboðaliðar Rauða krossins í Reykjavík um götur höfuðborgarsvæðisins og bjóða upp á lífsbjargandi heilbrigðisþjónustu.

Svona hefst grein Þóris Guðmundssonar, forstöðumanns Rauða krossins í Reykjavík, um Frú Ragnheiði - skaðaminnkun en það er verkefni sem hefur það markmið að ná til jaðarsetta hópa í samfélaginu, eins og heimilislausra einstaklinga og fólks með fíknivanda. Frú Ragnheiður er sérinnréttaður gamall sjúkrabíll sem er ekið um götur höfuðborgarsvæðisins á kvöldin, alla virka daga.

 

 

Ferðaáætlun Frú Ragnheiðar

Frú Ragneiður er á ferðinni alla daga nema laugardaga frá kl. 18-21. 

 

 - Skógarhlíð 6 (bílastæði) kl 18:00-18:30
-  Á ferðinni kl 18:30-19:30
-  Gistiskýlið kl 19:30-20:00 (nema þriðjudaga og föstudaga)
-  Á ferðinni kl 20:00-21:00

Færanleg þjónusta er frá 18:30-19:30 og 20:00-21:00.

 Hægt er að hringa í síma 7887-123 og mæla sér mót við Frú Ragnheiði sem hittir á viðkomandi hvar sem er á höfuðborgarsvæðinu. Í Frú Ragnheiði er öll þjónustan í nafnleynd og þar er 100% trúnaður. 

Verið velkomin að hringja og líta inn til okkar.