Nemendur Álftanesskóla styrkja Rauða krossinn

Komu færandi hendi í Efstaleitið

12. janúar 2017

Nemendur Álftanesskóla taka á ári hverju þátt í svokölluðu Kærleiksverkefni, en nemendurnir hafa styrkt ýmis málefni síðustu ár í stað þess að skiptast á jólagjöfum. Nemendafélag Álftanesskóla ákveður hvaða verkefni verður fyrir valinu ár hvert og ákváðu þau að styrkja Rauða krossinn í ár. 

Á myndinni eru þau Eva Maren, Ásta Glódís, Guðný Kristín, Sindri Þór og Heba Sól en þau sitja í stjórn nemendafélagsins og komu færandi hendi í höfuðstöðvar Rauða krossins með 100.000 krónur sem þau höfðu safnað hjá nemendum skólans. 


Rauði krossinn þakkar þeim kærlega fyrir hlýhuginn og stuðninginn.