• 17430726_10211046740716888_999482921_o

Neyðaraðstoð boðin fram

19. júní 2017

Rauði krossinn á Íslandi hefur verið í sambandi við Rauða krossinn á Grænlandi vegna flóðbylgjunnar sem reið yfir þorpið Nuugaatsiaq þann 17. júní. Rauði krossinn á Íslandi hefur boðið fram bæði fjármagn og sérfræðiþekkingu sína á viðbrögðum við neyðarástandi en Rauði krossinn á Grænlandi er að meta þörfina á utanaðkomandi hjálp. Rauði krossinn fer af stað með söfnun ef ósk berst um það frá Rauða krossinum á Grænlandi. Haldinn var stöðufundur með grænlenska Rauða krossinum í gærkvöldi og mun Rauði krossinn á Íslandi vera í viðbragðsstöðu og tilbúinn að veita aðstoð á næstu dögum og vikum.