Rauði krossinn viðstaddur á upplýsingafundi almannavarna

31. mars 2020

Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins var gestur á upplýsingafundi almannavarna í gær.

Hún sagði m.a. frá starfi Rauða krossins sem hefur breyst nokkuð núna sl. vikur. Sjálfboðaliðarnir okkar eru ómetanlegir og hafa brugðist vel við breyttum og auknum verkefnum.

Þá hefur Rauði krossinn einbeitt sér að fræðslu og stuðningi við jaðarsetta hópa og aukið stuðning við Hjálparsímann 1717, en hann er opinn allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Fréttir af starfinu eru reglulega settar inn á Facebook , Twitter og Instagram.