• _SOS8329-Edit

Ný stjórn fundar

3. apríl 2014

Tveir nýir stjórnarmenn Rauða krossins í Kópavogi, David Lynch og Arndís Ósk Ólafasdóttir sátu sinn fyrsta fund í gær þegar ný stjórn Rauða krossins í Kópavogi fundaði í fyrsta sinn.

Á aðalfundi deildarinnar sem haldinn var 12. mars s.l. var David kjörinn formaður deildarinnar til tveggja ára og Arndís Ósk annar varamaður í stjórn til eins árs en þau hafa bæði starfað sem sjálfboðaliðar í mörg ár.

Aðrir í stjórn eru þau Katrín Þórðardóttir varaformaður, Ívar Kristinsson gjaldkeri, Ingibjörg Ingvadóttir, Ingibjörg Bjartmaz og Hallgrímur Þorsteinsson sem er fyrsti varamaður í stjórn.

Stjórn Rauða krossins í Kópavogi fundar að öllu jöfnu fyrsta miðvikudag hvers mánaðar kl. 17.30 í húsnæði deildarinnar.