Ingibjörg og Kátur eru heimsóknavinir

4. apríl 2014

Ingibjörg byrjaði sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í Kópavogi árið 2011. Ingibjörg og Kátur hundurinn hennar fara einu sinni í viku í heimsókn í Dvöl. Gestir Dvalar njóta þess að fá þau í heimsókn og er búið að fara í marga göngutúra. Það var vinkona Ingibjargar sem var í þessu verkefni og benti henni á það hvað þetta væri gefandi fyrir báða aðila. Ingibjörg hafði á árunum 1994-1997 verið sjálfboðaliði á Húsavík og móðir hennar vann í versluninni á Landspítalnum og hafði Ingibjörg fengið að vinna þar með móður sinni.