• Fot-sem-framlag-30-mars-2016

Mæðgurnar Guðrún Tómasar og Jóhanna Laufey Óskarsdóttir sjálfboðaliðar í Föt sem framlag

10. apríl 2014

Fyrir sex árum byrjaði Guðrún  í verkefninu Föt sem framlag þar sem hún prjónar og heklar.  Hún vildi láta gott af sér leiða og vera í góðum félagsskap. Guðrún ákvað að bjóða móður sinni, Jóhönnu Laufeyju, með fljótlega eftir að hún byrjaði. Þær mæðgur hafa alltaf prjónað í gegnum tíðina og mæta nú saman í prjónakaffið einu sinni í mánuði. Laufey er búin að prjóna ótal margar buxur sem hafa komið sér vel. Þeim finnst gott að láta gott af sér leiða, það er gefandi.