• L116_2

Steinunn Ingimundardóttir sjálfboðaliði í Fjáröflunarhópi

16. apríl 2014

Steinunn byrjaði hjá Rauða krossinum í Kópavogi fyrir sex árum síðan. Hún sá auglýsingu í blaði þar sem var að kynna verkefnið Föt sem framlag. Þar sem Steinunn er alltaf með eitthvað á prjónunum fannst henni upplagt að geta lagt sitt af mörkum. Hún var þrjú ár í verkefninu Föt sem framlag og færði sig svo yfir í Fjáröflunarhópinn. Þetta gefur mikið og er skemmtilegur félagsskapur, auðgar andann og eykur fjölbreytnina í sambandi við hannyrðirnar.