• 12743947_1035261333196860_6404059963576911934_n

Kærar þakkir til starfsmanna Auðar Capital

23. apríl 2014

Fyrirtækið Auður Capital telur það góðan sið að fyrirtæki láti eitthvað af hendi rakna til samfélagsaðstoðar og vill það leggja þeim lið sem stuðla að jákvæðri uppbyggingu og framförum.
Dagsverk Auðar er samfélagsverkefni starfsmanna fyrirtækisins, sem felst m.a. í því að allir starfsmenn vinna sem nemur einum vinnudegi á ári í þágu góðs málefnis. Starfsmennirnir velja sjálfir verkefni sem hljóta fjár- eða vinnuframlag. 
Rauði kross Íslands hefur notið góðs af Dagsverki Auðar í vetur þar sem starfsmenn þeirra hafa staðið vaktina einu sinni í viku í verslun Rauða krossins að Laugavegi 12. Samstarfið hefur gengið mjög vel og verið ánægjulegt fyrir alla aðila. 
Þökkum við þeim kærlega fyrir og óskum gleðilegs sumars.