• _SOS9323

Vinnustofa um þróun sjálfboðins starfs

23. júní 2014

Rauði krossinn í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ standa fyrir vinnustofu um þróun sjálfboðins starfs.Vinnustofan verður haldin fimmtudaginn 26. júní í húsi Rauða krossins í Hafnarfirði að Strandgötu 24 frá klukkan 17:00 til 18:30.

Dagskrá:

·         Þróun og nýjungar í öflun sjálfboðaliða

Áshildur Linnet, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Hafnarfirði, fjallar um helstu strauma og stefnur í sjálfboðnu starfi  af vettvangi Rauða kross félaga í Evrópu og hvernig við á Íslandi getum lagað þekkingu þeirra að þörfum hér á landi.

·         Umræður

 

Allir sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða krossins eru velkomnir.