Ungar stúlkur styrkja Rauða krossinn

3. desember 2014

Þessar ungu stúlkur mættu í vikunni til okkar í Rauða krossinn í Kópavogi með pening sem þær höfðu safnað til styrktar Rauða krossinum. Þær bjuggu sjálfar til armbönd sem þær seldu síðan, bæði með því að ganga í hús og einnig til ættingja.

Við erum alltaf jafn þakklát fyrir alla þá styrki sem við fáum frá þessum flottu, ungu krökkum. Við viljum því þakka þeim innilega fyrir þeirra framlag!

[Mynd 2]
Elísabet Anna og Kristín Sól