Húmor og hlátur á sjálfboðaliðagleði

8. desember 2014

Síðastliðinn föstudag var haldin sjálfboðaliðagleði hjá Rauða krossinum í Kópavogi í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliðans. Gleðin heppnaðist mjög vel og var mikið hlegið um kvöldið. Sigurbjörg Þrastardóttir og Edda Björgvinsdóttir sáu um að skemmta gestum og slógu þær aldeilis í gegn. David, formaður félagsins, veitti síðan fjáröflunarhópnum okkar viðurkenningu en þær hafa unnið hörðum höndum síðastliðin ár og hittast alltaf einu sinni í viku til að halda verkefninu gangandi. Alls mættu 52 á sjálfboðaliðagleðina þetta árið og í lok kvölds fóru allir heim með bros á vör í jólaskapi! 
Takk fyrir frábært kvöld, hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári! 

10689642_10153428880688345_7498700355566880113_n

12440699_10154546577478345_5648125868975612716_o